Söngtextar vorið 2017
Sumarmál Svo snauð er engin íslensk sál að elska’ei ljósið bjarta, að finna’ei sérhvert sumarmál til sólargleði’í hjarta. Að finna ekki þunga þrá til þess að vaxa og gróa við slíka yndis sjón að sjá allt sefgrænt tún og móa.
Ég vissi það og veit það enn að vorið alla bætir, að bæði guð og góða menn með geislunum það kætir. Og vekur líf um völl og sund og vetrar gaddinn bræðir og sjúka hugsun, sjúka lund, með sólskininu græðir.
La la la la la la la la …………
Svo snauð er engin íslensk sál að elska’ei ljósið bjarta, að finna’ei sérhvert sumarmál til sólargleði’í hjarta. Að finna ekki þunga þrá til þess að vaxa og gróa, við slíka yndis sjón að sjá allt sefgrænt tún og móa, Davíð Stefánsson
Helga, himneska stjarna Lag: Steinn Kárason Ljóð: Sigurbjörn Einarsson
Helga, himneska stjarna,
hjartað fagna skal þér,
tær og skær svo sem elskunnar auga
enn þú brosir og heilsar mér.
Englarnir birta þinn boðskap og flytja
bjartasta óð sem á jörðu fékk mál.
Fús vil ég hlusta þá himnarnir syngja,
hjarta mitt opna og sál.
Frelsi, gleði og friður,
fögnuður trúar og von
veitist þeim, sem vilja þér taka,
vinur Kristur, Guðs einkason.
Stjarnan þín leiftrar í heilögu heiði,
himinninn sjálfur er jólagjöf þín,
sál mína lætur þú sjá bæði og finna
sól sem að eilífu skín
Nú máttu hægt- Nú máttu hægt um heiminn líða svo hverju brjósti verði rótt og svæfa allt við barminn blíða þú bjarta heiða júlínótt.
Hver vinur annan örmum vefur og unga blómið krónu fær. Þá dansar allt sem hjarta hefur, er hörpu sína vorið slær.
Og gáttu vær að vestursölum þinn vinarljúfa friðarstig og saklaus ást í Íslands dölum um alla daga blessi þig.
Rangárþing Þú opnast sjónum fagri fjallahringur, í faðmi þínum vagga okkar stóð. Þar halda vörðinn Hekla og Þríhyrningur, en hljóðlát Rangá kveður draumkennd ljóð.
Og fætur þínir laugast bröttum bárum, Er bylta sér við dökkan Eyjasand. :,: Við barm þinn sæl við undum bernskuárum, þú ert vort sanna drauma- og vökuland :,:
Við sendum kveðju heim til austur heiða, sem hingað frá þér tímans straumur bar. Og öll vér þráum blóm á veg þinn breiða, því bjartast lífið skein við okkur þar.
Og vaxi hjá þér menntun, manndómsandi, og magn og hreysti fagra Rangárþing. :,: Á meðan báran syngur fyrir sandi, og sólin roðar Heklu og Þríhyrning :,:
Nótt
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggj blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla rótt, Þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, er aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt.
Þakkarbæn Vér biðjum þig, Drottinn, að blessa þá hrjáðu, þú birtir oss syndugum mátt þinn á jörð. Lát náðarsól rísa, veg þeim öllum vísa, er villir fóru leið, hafa týnt sinni hjörð.
Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól.
Vér flytjum þér lofgjörð, þú líknar og græðir og léttir oss göngu í stormanna klið. Frá ánauð og helsi gef hjörð þinni frelsi, þín hjálp er jafnan nær! Ó, Guð, veit oss frið. Veit oss þinn frið!
Brimlending Bylgjufalda bátur klýfur borinn fram af þungri röst, titrar við og tekur dýfur, teygir hálsinn, upp sig rífur, líkt og hefði krampaköst. Knáir róa keipadýri Kappar sex og einn við stýri.
Brimróðurinn entist illa, útsog mikið bátinn laust. Ólag nýtt sést uppi hilla. Öldur skipið þóftufylla, borðaþykkt og bandatraust. Borðaþykkt og bandatraust.
:l: Ára blöðin brimið molar, :l: burtu fjórum mönnum skolar.
Sprettur Ég berst á fáki fráum fram um veg.
Stíg á bak
Stíg á bak. Stíg á bak. Stíg á bak. Stíg á bak. Nú er glatt yfir sál hafið góðvinamál allar gnægðir og peli í mal. Þó skal hóflega kneyft drukkin hestamannsskál, því að hér er á góðhestum val.
Leggjum bitil að munni, strjúk bóga og brjóst og á bak leggjum þófamjúkt ver. Stígum styrkir á bak með á taumunum tak, það er tryggara hvar sem þú fer.
Upp um öræfin blá leitar anda míns þrá fyrr en ár sól um tindana skín, þar um hæðir og gil leikur hófanna spil, það er helgasta hljómkviðan mín.
Þegar vorblærinn strýkur við flugtakið fax þegar fjörtak ei linnir að stans, þá er létt knapans lund og hver líðandi stund verður ljósblik á altari hans.
Hér er Íslendings sál með sitt aldýra mál, við sitt óðal í bláfjallageim. Við hinn ískrýnda trón, með sinn þarfasta þjón sem að þekkt er um gervallan heim.
Allt frá ættfeðratíðum hann á sína rót, bar hann Egil og Snorra og Njál. Yfir bruna og grjót, yfir beljandi fljót hann var brauð okkar gull vort og stál.
| Ökumaðurinn Hve oft hef ég ekið þá leið, hjá ánni er fellur svo breið. En aldrei var dimmra´en í dag og dapurt mitt ökumannslag.
Ég bíð þar við bakkann í kvöld sú bið verður þögul og köld, því Olga sem ást mína hlaut með öðrum er horfin á braut, bamm, bamm, bamm. Ég fæ hvergi friðsæld og skjól, mér finnst eins og himinsins sól.
Ú ............... ó, dagar þá aldrei á ný.
Ég bíð þar við bakkann í kvöld sú bið verður þögul og köld, því Olga sem ást mína hlaut með öðrum er horfin á braut.
Finlandia Ó, fósturland þín afturelding ljómar og undan hverfur nóttin dimm og löng. Heyr lóukvak í ljóssins hvelfing hljómar, brátt loftin fyllast gleðisöng. Sjá nóttin flýr, þinn frelsisóður ómar í afturelding mitt fósturland.
Stíg hátt vort land er mark í myrkri eygðir þú miklar vöggugjafir forðum hlaust, sem arma þína upp mót ljósi teygðir, og alla hlekki sundur braust, en háls þinn aldrei fyrir áþján beygðir, þín afrek bíða, mitt fósturland.
Ökuljóð (rússneskt) Áfram veginn í vagninum ek ég inn í vaxandi kvöldskuggaþröng. Ökubjöllunnar blíðróma kliður hægur blandast við ekilsins söng.
Og það ljóð, sem hann ljúflega syngur, vekur löngun og harmdögg á brá. Og það hjarta, sem hert var og dofið, slær nú hraðar af söknuði og þrá.
Og ég minnist frá æskunnar stundum, hversu ástin í hjarta mér brann, meðan saman við sátum þar heima þegar sól bak við háfjöllin rann.
Nú er söngurinn hljóður og horfinn, aðeins hljómar frá bjöllunnar klið. Allt er hljótt yfir langferða leiðum þess er leitar að óminni og frið.
HEYR HIMNASMIÐUR Heyr himnasmiður hvers skáldið biður. Komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heiti' eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn,þú ert Drottinn minn.
Guð, heit eg á þig,að græðir mig. Minnst mildingur mín, mest þurfum þín. Ryð þú röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjarta borg.
Gæt, mildingur mín, mest þurfum þín, helst hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, málsefni fögur. Öll er hjálp af þér í hjarta mér.
Fróðleiksmoli: Bjarki Árnason (fæddur 3. maí 1924, dáinn 15. janúar 1984). Fæddur Þingeyingur, sjálfmenntaður harmonikkuleikari sem spilaði fyrir dansi í sinni heimasveit. Bjarki flutti til Siglufjarðar 1943 og bjó þar síðan. Hann starfaði fyrst að Hóli í Siglufirði, síðar sem byggingarmeistari og kaupmaður. Að Hóli samdi hann meðal annars Dísir vorsins 1943 og Hólasveinabrag, sem urðu fljótt mjög vinsæl og fóru um allt land sem „húsgangar“ án þess þó að vera nokkurntíman hljóðrituð. Bjarki var vinsæll dansspilar á síldarárunum á Siglufirði og spilaði mikið, oftast undir sínu eigin nafni, einn eða með öðrum, svo sem Þórði Kristinssyni, Sæmundi Jónssyni, Guðmundi og Þórhalli Þorlákssonum (Gautar) og fleirum. Hann var þekktur hagyrðingur og liggur eftir hann mikið magn af gamanvísum og lausavísum, margar landskunanr. Um 1963 fer Bjarki að gera texta við ýmis lög fyrir karlakórinn Vísir til dæmis Okkar glaða söngvamál, Siglufjörður (lag og texti) og fleiri. Guðmundur Þorláksson (Gauti) sló svo í gegn með texta Bjarka, Sem lindin tær, við erlent lag. Það er svo í kringum 1970 að þeir félagar Bjarki og Þórður Kristinsson leiða saman hesta sína að nýju, hefja ballspilamennsku og stofna upp úr því hljómsveitina Miðaldamenn ásamt Magnúsi Guðbrandssyni og Sturlaugi Kristjánssyni. Á þeim árum semur Bjarki marga dægurlagatexta við erelend lög svo sem Mónika, Ævisaga, Vilt'ekki eiga mig, Kysstu mig og svo framvegis. Dísir vorsins Bráðum anda vorsins dísir djúpt og rótt
Ástarvísur hestamanns Stíg fákur létt á foldarvang er fögur sólin skín. Í bænum undir brekkunni þar býr hún, stúlkan mín. Stíg hraðar svo að heyrist þangað hófaslögin þín. :.Þá klappar hún þér klárinn minn í kvöld er birtan dvín.:
Við hljóðfall hófa þinna hugur stígur dans. :Því syng ég frjáls á flugi til hins fyrirheitna lands.:
Stíg fákur létt á foldarvang er felur húmið sýn. Stíg hægar svo að heyrist ekki hjartslögin þín. Hjá blómunum í brekkunni hún bíður stúlkan mín. Þar munt þú eiga milda nótt :uns morgunsólin skín.:
|