Your browser version is outdated. We recommend that you update your browser to the latest version.

Athugið að vegna höfundaréttar er aðgangur að nótum aðeins fyrir kórfélaga. Sama gildir um hljóðskrár til æfinga af persónulegum ástæðum.

Síða kórsins

 

Upplýsingamiðstöð um íslenska tónlistUpplýsingamiðstöð um íslenska tónlist

GLATKISTAN

Tónlistarvefur

Tónfræði og fleira

Tónfræðiágrip

Tónbil

Áttund, fimmund, ferund og þríund eru tónbil sem ágætt er að þekkja þegar maður stundar tónföndur. Það er þó ekki nauðsynlegt. Eftirfarandi eru örstuttar skýringar á þessum tónbilum.

Áttund Hlusta er í raun sami tónninn með helmingi hærri eða lægri sveiflutíðni. Því miður lítur hann þó ekki eins út á nótnastrengnum.

Hér sérðu tóninn C í nokkrum áttundum í bæði g- og f-lykli. Þú telur bara átta strengi og bil upp eða niður og þar situr næst áttund á áttunda streng eða bili. Mundu að nótan sem þú telur frá er númer eitt.

Fimmund Hlusta er sérstakt tónbil með sterk einkenni sem reyndir tónlistarmenn heyra mjög vel þegar hún er leikin. Þú telur bara fimm strengi og bil upp eða niður frá nótunni sem þú ert að fást við og þar situr fimmundin frá henni.

Hér sérðu fimmund frá c og heitir sú nóta g. Báðar nóturnar er svo hægt að færa upp eða niður í einu og er þá talað um samstígar fimmundir og var á tímabili lagt blátt bann við slíku því hljómurinn þótti svo ótrúlega ljótur. Slíkur söngur, fimmundasöngur, var þó sunginn lengi á Íslandi og er sunginn enn.

Lagið „A, b, c, d“ byrjar á fimmund. Sumir kunna svo lagið „Upp skepna hver og göfga glöð“. Það byrjar líka á fimmund. Ef tveir syngja upphafið á laginu og annar heldur fyrsta tóni meðan hinn færir sig á næsta tón þá heyrir maður samhljómandi fimmund.

Ferund Hlustahefur líka sérstakan blæ sem mörgum þykir hljóma betur en fimmundin. Tónninn sem er ferund fyrir ofan c er f og enn er hægt að telja strengi og bil upp í fjóra frá upphafsnótu og er þá komin staðsetning ferundarinnar. Sama er hægt að gera niður á við og fá þá ferundina fyrir neðan. Þú syngur ferund niður í upphafi lagsins „Göngum, göngum“.Þríund Hlustaer ólík áttund, fimmund og ferund að því leyti að það eru til af henni tvær megintegundir, stórar þríundir og litlar þríundir. Þríund á nótnastreng lítur þannig að á milli tveggja nótna er eitt bil og einn strengur. Báðar nótur þríundarinnar eru þá annaðhvort á streng eða bili. Þú syngur stóra þríund upp þegar þú syngur lagið „Allir krakkar, allir krakkar“. Lítil þríund hljómar fremst í laginu góða „Kvölda tekur sest er sól“.

Diabolus in musica Hlustaeða djöfullinn í tónlistinni var tónbil sem þótti svo ljótt að helst líktist því að hið illa hefði þar skotið upp kollinum. Þetta tónbil er hvorki ferund né fimmund heldur þar mitt á milli. Hægt er að skrifa þetta tónbil með c fyrir neðan og hækkað f fyrir ofan, s.s. fís, eins og hér sést. Þetta tónbil birtist með skemmtilegum hætti í upphafi þjóðlagsins „Ísland farsælda frón“, en ekki á milli fyrsta og annars tóns heldur fyrsta og þriðja.

Oft skýtur þetta tónbil upp kollinum í tónlistinni og því er ekki neita að hljómurinn er sérstakur. Ef þér líkar ekki hljómurinn einhvers staðar í verkum þínum skalta spyrja kennarann þinn eða reyndan tónlistarmann og ekki er alveg útilokað að hann finni þetta tónbil falið milli radda í verkinu og geti hreinsað það út. Hinir sem eru óhræddir við þennan hljóm ættu endilega ekki að láta taka tónbilið úr tónlistinni.

 

Tónsvið

Tónsvið Hlusta er bilið á milli hæsta og lægsta tóns sem rödd eða hljóðfæri nær að mynda. Þegar maður notar hljóðfæri til að leika nótnalínur í verkefnunum þá er ágætt að athuga hvort tónsvið hljóðfærisins passar við línuna. Hljóðin í tölvunni annað hvort hverfa eða verða mjög skrýtin ef nóturnar sýna tóna sem liggja langt út fyrir eðlilegt tónsvið hljóðfæranna. Þeir sem hafa fiktað í píanói vita að efstu tónarnir og þeir neðstu er frekar lítið notaðir þegar fólk leikur tónlist á hljóðfærið. Þannig ná sum hljóðfæri yfir víðara tónsvið en í raun hljómar vel. Hér á myndinni sérðu tónsvið píanós og fiðlu.

 Hrynur

Hrynur Hlusta er oftast frekar einföld fylling upp í hvert slag í tónlistinni. Slag er grunntakturinn sem hver maður finnur sem hlustar á tónlist.

Einfalt er að fylla slag með einni nótu. Það er heldur ekki flókið að fylla það með tveimur nótum sem eru þá helmingi hraðari en slagið. Og ekki er óalgengt að fylla slagið með fjórum jafnlöngum nótum sem eru þá fjórum sinnum styttri í hljóm en slagið sjálft. Þetta fellur allt svo vel að slaginu og passar svo vel.

Aðeins öðruvísi er að fylla slag með t.d. þremur jafnlöngum nótum eða fimm. Þá kallast það þríóla eða fimmóla. Svo er auðvitað hægt að miða ekki bara við eitt slag heldur til dæmis tvö slög. Þrjár nótur inn í tvö slög er mögulegt eða hvað annað sem manni dettur í hug. Hrynmyndin í tónlist er mjög mikilvægt einkenni hennar og því vert að vanda til verka. Einfalt ráð til að styrkja góða en sérkennilega hrynhugmynd er að endurtaka hana hóflega þannig að hlustandinn kannist við hana.

 

 


Lyklar

G-lykill og f-lykill eru ekki einu lyklarnir sem notaðir eru til þess að opna nótnastrenginn í niðurritaðri tónlist en þeir eru þeir einu sem eru notaðir hér. Lyklarnir eru notaðir til að ákvarða á hvaða tónsviði nóturnar liggja sem á strenginn eru skrifaðar. Hér sérðu nokkrar nótur í g-lykli og svo nótur á sömu stöðum í f-lykli. Nöfnin á nótunum fyrir neðan sýna hvernig lykillinn breytir því um hvaða nótu er að ræða.

Hlusta

Nótnalengd

Nótur hljóma mislengi áður en næsta nóta hljómar eða þögn tekur við. Þetta er skrifað með því að nota nótnahausa, nótnahálsa og nótnafána. Auk þess er nótanlengd breytt með því að setja punkt fyrir aftan nótnahausinn.

Hlusta

Fyrsta nótan á myndinni hér er heilnóta með tóman haus og engan háls. Næsta nóta er hálfnóta og hljómar hún helmingi styttri tíma en heilnótan. Hún hefur tóman haus, háls en engan fána. Fjórðaparts nótan þar á eftir hljómar bara fjórðung tíma heilnótunnar. Hún er með fylltan haus og nótnaháls en engan fána. Allar nótur sem hljóma styttra en fjórðapartsnótan eru með einn eða fleiri fána. Þær algengustu eru áttundapartsnóta og sextándapartsnótan – sú fyrri með einn fána og sú síðari með tvo. Ef þær tengjast saman þá breytast fánarnir í bjálka á milli nótna. Aftast sérðu svo hvernig punktar við nótu geta breytt hrynmynstri.