Velkomin á heimasíðu

Karlakórs Rangæinga

Kórsöngurinn er eins og táknmynd af fullkomnu samfélagi mannanna. Hver einstaklingur hefur rétt til að efla og þroska getu sína, ná sem mestri fullkomnun eftir því sem hæfileikar hans benda til, en hann fær ekki að grafa pund sitt í jörðu, því hann verður að leggja hönd á plóginn með meðbræðrum sínum og sameinast í samstarfi fyrir sömu hugsjónina: þarfir samfélagsins. Þá fyrst hefðu mennirnir von um að verða hamingjusamir – hamingjusamir eins og söngmaðurinn sem syngur af hjartans lyst og lætur rödd sína renna saman við raddir söngbræðra sinna í undurfagran samhljóm…

Erik Abrahamsen. „Karlakórssöngurinn og hugsjónir hans“. Heimir 4. hefti 4.árg. (1938), bls. 100-101.

 

 

Nýjir félagar

Hefur þú áhuga á að gerast félagi í karlakór Rangæinga?

Sendu okkur línu og við höfum samband.

8 + 1 =

Næstu tónleikar hefjast eftir:

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Geisladiskar

Geisladiskar karlakórs Rangæinga

Vorganga

Kom út árið 2010 – 18 lög

 

Lög á diski

1. Vorganga (Lag: Jens Sigurðsson / Ljóð og einsöngur: Jón Ólafsson / Úts.: Bragi Þór Valsson).

2. Mitt Rangárþing (Lag: Guðjón Halldór Óskarsson / Ljóð: Grétar Haraldsson / Úts.: Guðmundur Óli Sigurgeirsson).

3. Af sama toga (Lag: Haraldur Konráðsson / Ljóð: Grétar Haraldsson / Úts.: Stefán Þorleifsson).

4. Syngjandi vor (Lag: Ingi T. Lárusson / Ljóð: Þorsteinn Erlingsson / Úts.: Eyþór Þorláksson).

5. Vor í Þórsmörk (Lag: Jón Þorsteinsson / Ljóð: Guðjón Helgason / Úts.: Guðjón Halldór Óskarsson).

6. Ilmur vorsins (Lag og ljóð: Jón Þorsteinsson / Úts.: Guðmundur Óli Sigurgeirsson).

7. Kvöldblíðan lognværa (Lag: Friedrich Silcher / Ljóð: Guðmundur Guðmundsson „skólaskáld“).

8. Stíg á bak (Lag: Björgvin Þ. Valdimarsson / Ljóð: Frímann Einarsson).

9. Nú máttu hægt (Lag: Heinrich Pfeil / Ljóð: Þorsteinn Erlingsson).

10. Ég vitja þín æska (Lag: Henry Clay Work / Ljóð: Þorsteinn Erlingsson / Úts.: Björgvin Guðmundsson).

11. Fyrr var oft í koti kátt (Í Hlíðarendakoti) (Lag: Friðrik Bjarnason / Ljóð: Þorsteinn Erlingsson).

12. Hugsað heim (Lag: Haraldur Konráðsson / Ljóð: Grétar Haraldsson / Úts.: Björgvin Þ. Valdimarsson).

13. Rangárþing (Lag: Björgvin Þ. Valdimarsson / Ljóð: Sigurjón Guðjónsson).

14. Litla skáld á grænni grein (Lag: Gunnar Sigurgeirsson / Ljóð: Þorsteinn Erlingsson).

15. Sævar að sölum (Lag: spænskt / Ljóð: Guðmundur Guðmundsson „skólaskáld“ / Píanóúts.: Einar Þór Guðmundsson).

16. Lífið hún sá í ljóma þeim (Álfar) (Lag: Ingi T. Lárusson / Ljóð: Þorsteinn Erlingsson).

17. Til hinsta dags (Lag og ljóð: Jón Smári Lárusson / Úts.: Hörður Bragason).

18. Syngjum bræður (Lag og ljóð: Guðmundur Óli Sigurgeirsson).

Bræðralag

Kom út árið 2000 – 21 lag

 

Lög á diski

1. Bræðralag (Lag: Hlynur Snær Theodórsson / Ljóð: Jón Smári Lárusson / Úts.: Hörður Bragason).

2. Þórsmerkurþrá (Lag: Haraldur Konráðsson / Ljóð: Kristjana Unnur Valdimarsdóttir / Úts.: Björgvin Þ. Valdimarsson / Tvísöngur: Hákon Mar Guðmundsson og Kjartan Grétar Magnússon).

3. Syng þú Suðurland (Lag: Einar Sigurðsson / Ljóð: Heimir Steinsson).

4. Fjalladraumur (Lag: Hlynur Snær Theodórsson / Ljóð: Grétar Haraldsson / Úts.: Atli Heimir Sveinsson).

5. Seljadalsrósin (Lag: Charles W. Glover / Ljóð: Friðrik A. Friðriksson / Úts.: Carl Billich).

6. Stjarna lífs míns (Lag: Valdimar J. Auðunsson / Ljóð: Margrét Auðunsdóttir / Radds.: Gunnar Marmundsson).

7. Biðlarnir (Lag: Gunnar Marmundsson / Ljóð: Davíð Stefánsson).

8. Aftanskin (Lag: Jón Þorsteinsson / Ljóð og radds.: Bjarni Valtýr Guðjónsson).

9. Þú sæla heimsins svala lind (Tárið) (Lag: Rudolph Bay / Ljóð: Kristján Jónsson).

10. Ríðum sveinar senn (Lag: norskt þjóðlag / Ljóð: ókunnur höfundur).

11. Hrafnaklukkur (Lag: Guðmundur Óli Sigurgeirsson / Ljóð: Finnur Torfi Hjörleifsson).

12. Fjallið Skjaldbreiður (Lag: Joseph Hartmann Stuntz / Ljóð: Jónas Hallgrímsson).

13. Hraustir menn (Lag: Sigmund Romberg / Ljóð: Jakob Jóh. Smári þýddi / Einsöngur: Gísli Stefánsson).

14. Við höldum allir hópinn (Lag og ljóð: Guðmann Hjálmarsson).

15. Rangárþing (Lag: Björgvin Þ. Valdimarsson / Ljóð: Sigurjón Guðjónsson).

16. Nú sefur jörðin (Lag: Þorvaldur Blöndal / Ljóð: Davíð Stefánsson).

17. Fögur er hlíðin (Úr lagaflokknum „Gunnar á Hlíðarenda“ / Lag: Jón Laxdal / Ljóð: Guðmundur Guðmundsson / Einsöngur: Jón Smári Lárusson).

18. Í víking (Úr lagaflokknum „Gunnar á Hlíðarenda“ / Lag: Jón Laxdal / Ljóð: Guðmundur Guðmundsson / Einsöngur: Jón Smári Lárusson).

19. Ísland (Lag: Sigfús Einarsson / Ljóð: Davíð Stefánsson).

20. Brennið þið vitar (Lag: Páll Ísólfsson / Ljóð: Davíð Stefánsson).

21. Þakkarbæn (Lag: hjá Adrian Valerius / Ljóð: Óskar Ingimarsson þýddi).

Öðruvísi en áður

Kom út árið 2011 – 17 lög

 

Lög á diski

1. Þetta er ég (Lag og ljóð: Ómar Diðriksson / Úts.: Sveitasynir).

2. Til þín (Lag og ljóð: Ómar Diðriksson / Úts.: Sveitasynir).

3. Engillinn minn (Lag og ljóð: Ómar Diðriksson / Radds.: Guðmundur Eiríksson / Úts.: Rúnar Þ. Guðmundsson).

4. Liljan (Lag: ókunnur höfundur / Ljóð: Þorsteinn Gíslason þýddi / Umritun f. k.kór: Guðjón Halldór Óskarsson).

5. Vor í Þórsmörk (Lag: Jón Þorsteinsson / Ljóð: Guðjón Helgason / Radds.: Guðjón Halldór Óskarsson).

6. Söknuður (Lag: Jóhann Helgason / Ljóð: Vilhjálmur Vilhjálmsson / Úts.: Jón Sigurðsson).

7. Ég fann þig (Lag: amerískt þjóðlag / Ljóð: Jón Sigurðsson / Einsöngur: Kjartan Grétar Magnússon).

8. Fákar (Lag: Diðriksson og Goodman / Ljóð: Einar Benediktsson / Úts.: Guðmundur Eiríksson).

9. Á Sprengisandi (Lag: Sigvaldi S. Kaldalóns / Ljóð: Grímur Thomsen / Úts.: Guðmundur Eiríksson).

10. Segðu mér satt (Lag og ljóð: Ómar Diðriksson / Úts.: Rúnar Þ. Guðmundsson og Guðmundur Eiríksson).

11. Friður (Lag og ljóð: Ómar Diðriksson / Úts.: Rúnar Þ. Guðmundsson).

12. Látum sorgina sofna (Lag og ljóð: Ómar Diðriksson / Úts.: Rúnar Þ. Guðmundsson / Radds. f. kór: Guðmundur Eiríksson).

13. Vorganga (Lag: Jens Sigurðsson / Ljóð: Jón Ólafsson / Úts.: Bragi Þór Valsson).

14. Blakkur (Lag: írskt þjóðlag / Ljóð: Jónas Árnason / Radds.: Einar Örn Einarsson).

15. Þórsmerkurþrá (Lag: Haraldur Konráðsson / Ljóð: Kristjana Unnur Valdimarsdóttir / Kórútsetning: Björgvin Þ. Valdimarsson / Tvísöngur: Hlynur Snær Theodórsson og Kjartan Grétar Magnússon / Úts. f. hljómsveit: Sveitasynir).

16. Uppörvun (Lag: Age Aleksandersen / Ljóð: Ómar Diðriksson / Úts.: Rúnar Þ. Guðmundsson / Radds.: Guðmundur Eiríksson).

17. Þú komst í hlaðið (Lag: Gustaf Samons / Ljóð: Davíð Stefánsson).

Sagan

Saga Karlakórs Rangæinga

Frá stofnun árið 1947

Á 19 öld er byrjað að vera með formlegt kórastarf í kirkjum með tilkomu harmoníum eða orgela. Þá voru ráðnir undirleikarar og í framhaldi af því var stofnað til kirkjukóra sem æfðu þá raddaðan söng. Upp úr aldamótunum 1900 fer að fjölga sönghópum, ýmist blönduðum eða karlahópum og lifa þeir flestir stutt.

Lesa meira

Ágrip af sögu karlakóra á Íslandi.
Karlakórshugtakið er ekki mjög gamalt þótt segja megi að karlar kyrjandi saman ýmis lög hafi lengi verið við lýði og má þar helst nefna klaustur þar sem munkar sungu sálma, yfirleitt einradda. Hérlendis voru klaustur aflögð snemma á öldum en sú söngmennt sem hér var ástunduð var þó helst í tengslum við kirkjustarf. Yfirleitt var þó ekki um formlega kóra að ræða, oftast leiddu forsöngvarar söng í kirkjum.

Á 19 öld er byrjað að vera með formlegt kórastarf í kirkjum með tilkomu harmoníum eða orgela. Þá voru ráðnir undirleikarar og í framhaldi af því var stofnað til kirkjukóra sem æfðu þá raddaðan söng. Upp úr aldamótunum 1900 fer að fjölga sönghópum, ýmist blönduðum eða karlahópum og lifa þeir flestir stutt.

Ekki er hægt að segja hver sé fyrsti karlakór landsins en elsti starfandi kórinn er karlakórinn Þrestir sem voru stofnaðir 1912 og Karlakór KFUM – síðar Fóstbræður, voru stofnaðir 1916. Samband ísl. Karlakóra var stofnað 1928 af Þröstum Hafnarfirði, Geysi Akureyri og karlakór KFUM Reykjavík. Þá þegar voru allmargir karlakórar starfandi þótt ekki væru þeir í sambandinu en fljótlega bættust við Vísir Siglufirði og Karlakór Ísafjarðar. Segja má að fyrsti samsöngur karlakóranna hafi verið á Alþingishátíðinni 1930 en þar sungu allir kórarnir sem mynduðu sambandið: Karlakór K.F.U.M. (37 söngmenn), Vísir Siglufirði (19 söngmenn), Karlakór Reykjavíkur (35 söngmenn) , Stúdentakórinn (14 söngmenn), Geysir (26 söngmenn) og Karlakór Ísafjarðar (19 söngmenn). Auk þess sungu tveir síðastnefndu kórarnir nokkur lög hvor um sig. Alls voru þetta 150 söngmenn.
Síðar um sumarið héldu kórarnir samsöng í Gamla bíói í Reykjavík og sungu einnig inn á plötu hjá Colombía útgáfunni. Samsöngurinn endaði með samsæti kóranna og gesta þeirra að hótel Borg.
Áfram fjölgaði í karlakórasambandinu og á aðalfundi 1951 má sjá að í sambandið gengu karlakór Reykdæla, karlakórinn Heimir í Skagafirði og Karlakór Rangæinga.

Saga Karlakórs Rangæinga
Karlakór Rangæinga hinn fyrsti starfaði vorið 1936 en þá söng kórinn á skemmtun Rangæingafélagsins í Reykjavík. Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu lengi hann starfaði, hver var stjórnandi hans eða hvort hann starfaði jafnvel á höfuðborgarsvæðinu
Karlakór var starfandi í Rangárvallasýslu á árunum 1947-58. Kórinn tók reyndar ekki til starfa fyrr en haustið 1948 og var Jónas Helgason kórstjóri hans frá upphafi og að minnsta kosti til 1956 þegar hann flutti af svæðinu, ekki liggur þá fyrir hver stýrði kórnum síðustu tvö árin.
Þegar Karlakór Rangæinga gekk í Samband íslenskra karlakóra 1951 var hann í blaðaumfjöllunum sagður vera frá Hellu, meðlimir hans hljóta þó að hafa komið mjög víða að úr sýslunni þar sem byggðakjarninn Hella var ekki ýkja stór á þessum árum.
Karlakór Rangæinga söng iðulega án undirleiks á söngskemmtunum sínum.
Karlakórastarf hófst í Rangárþingi fyrir miðja 20 öld og störfuðu kórarnir meira staðbundið. Karlakór var starfandi á fimmta áratug aldarinnar á vegum ungmenna¬fél¬agsins sem Leifur Auðunsson í Dalseli var í forsvari fyrir. Sá háttur var hafður á að fenginn var kórstjóri að og þjálfaði kórinn á eins til tveggja vikna námskeiði sem endaði með tónleikum. Meðal stjórnenda kórsins má nefna Steinþór Gestsson á Hæli. Kórmenn voru flestir undan Eyjafjöllum.

Karlakór Rangæinga var stofnaður 1947 og starfaði til 1956. Félagar komu aðallega frá Hellu, Þykkvabæ og nágrenni.
Á áratugunum frá 1950-1980 voru starfandi margir minni sönghópar víðs vegar um sýsluna sem oft urðu til í tengslum við skemmtanir í heimasveit. Má þar nefna Fjallasveina, kvartett í A-Landeyjum, Söngfélagið Ernir var í V-Landeyjum, Kvartettar í Fljótshlíð, á Hellu og í Landsveit. Ekki má gleyma kvartett sem Friðrik Guðni Þorleifsson stjórnaði og söng víða.Það var svo á samkomu í Gunnarshólma á útmánuðum 1988 að tveir menn, aðeins við skál tóku tal saman og ræddu um nauðsyn þess að koma á fót karlakór sem spannaði alla sýsluna. Stækkaði kórinn stöðugt og tónleikaferðum fjölgaði eftir því sem leið á nóttina. Úr þessu spannst að komið var saman síðla vetrar 1989 og byrjað að æfa. Þessir menn starfa báðir enn með kórnum og reyndar eru enn starfandi allmargir af stofnfélögum kórsin

Fyrstu tónleikarnir kórsins voru í Hvolnum 20 maí 1989 þar sem sungið var með Rarik-kórnum og Kirkjukór Hvolsvallar. Á dagskrá kórsins þá voru 3 lög, Þú álfu vorrar yngsta land, Í ljúfum lækjarhvammi og Sveinar kátir syngið.

Þann 10. janúar 1990 var haldinn stofnfundur kórsins í grunnskólanum á Hvolsvelli og eru stofnfélagar þá skráðir 24. Kórinn starfaði fyrst undir nafninu Bjallakór, þá Glymur en fljótlega var því breytt í Karlakór Rangæinga. Gunnar Marmundsson var stjórnandi kórsins til vors 1995 en þá tók Guðjón Halldór Óskarsson við og hefur stjórnað kórnum síðan. Æfingaaðstöðu hefur kórinn haft ágæta í hinum ýmsu félagsheimilum sýslunnar. Lengi vel var æft í Gunnarshólma, Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi en síðustu árin hefur aðallega verið æft á Hvolsvelli á vormisseri og á Hellu eða Laugalandi fyrri part vetrar.
Æfingar voru að jafnaði tvisvar í viku og æft frá því í september til aprílloka með uppstyttu í desembermánuði en nú er æft einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum í menningarsalnum á Hellu..
Kórinn heldur reglulega tónleika á heimaslóðum en syngur einnig oft í Reykjavík og reyndar allt frá Hornafirði vestur og norður í Eyjafjörð. Þá var haldið út í víking, fyrst til Bretlandseyja haustið 1998 og síðan þá hefur verið farið til Ungverjalands og Færeyja.
Öflug félagsstarfsemi styrkir innviði hvers samfélags. Oft byggist slíkt starf á fáum áhugasömum einstaklingum að halda starfsemi gangandi en kórinn nýtur þess að á starfssvæði hans tónlistar- og sönglíf mjög öflugt. Fjölmargir kórar og sönghópar eru starfandi. Hátt á 200 félagar hafa starfað með karlakórnum þessi 20 ár en félagar hafa lengstum verið á bilinu 30 til 45 og eru nú hátt í 50.
Kostnað við rekstur kórsins hafa félagar borgað að mestu leyti sjálfir með félagsgjöld¬um en einnig hafa héraðsnefnd, sveitarfélög og fyrirtæki styrkt kórinn með framlögum og/eða aðstöðu. Þá hafa tekjur af söng aukist undanfarin ár en stærstu tekjupóstarnir eru þó enn sem fyrr sjálfboðavinna félagsmann þar sem unnið er t.d. við gæslu á mótum og skemmtunum.

Myndbönd

Myndbönd frá tónleikum

Stjórn

Stjórn karlakórs Rangæinga

Guðjón Halldór Óskarsson

Stjórnandi Karlakórs Rangæinga 

Hermann Árnason

Formaður

Birgir Haraldsson

Gjaldkeri

Sigurður Óskar Óskarsson

Meðstjórnandi

Jóhann Björnsson

Meðstjórnandi

1. Tenór

Birgir Haraldsson
Gísli Sveinsson
Guðlaugur Helgason
Guðmann Óskar Magnússon
Haraldur Konráðsson
Hermann Árnason
Hlynur Snær Theodórsson
Ísleifur Jónsson
Jón I. Guðmundsson
Konráð Haraldsson
Narfi Hrafn Þorbergsson
Óskar Kristinsson
Sigríkur Jónsson

Raddformaður:
Guðmann Óskar Magnússon

1. Bassi

Ari Magnússon
Árni Þór Guðmundsson
Ágúst Rúnarsson
Baldur Ólafsson
Benedikt Sveinbjörnsson
Erlendur Árnason
Gísli Gíslason
Jón Benediktsson
Kári Rafn Þorbergsson
Magnús Ingvarsson
Sigurður Ó. Óskarsson
Úlfar Albertsson
Þorbergur Albertsson
Þröstur Sigurðsson

Raddformaður:
Sigurður Ó. Óskarsson

2. Bassi

Eggert Birgisson
Jens Sigurðsson
Jón Helgason
Jón Stefánsson
Jón Smári Lárusson
Kristinn Helgason
Magnús Ástvaldsson
Ómar Halldórsson
Samúel Örn Erlingsson
Sigurður Einarsson
Smári Sigurgrímsson
Stefán Pétur Gunnarsson
Valmundur Gíslason

Raddformaður:
Eggert Birgisson

2. Tenór

Andri Guðmundsson
Auðunn Leifsson
Ásgeir Jónsson
Eiríkur Sigurðarson
Engilbert Olgeirsson
Guðjón Björnsson
Gunnar Dröhse
Hróbjartur Heiðar Ómarsson
Jóhann Björnsson
Jón Þorsteinsson
Sigurður Þór Þórhallsson
Karl Hermannsson
Magnús Másson
Sigurður Þór Þórhallsson
Viðar Bjarnason
Þorsteinn Sveinsson

Raddformaður:
Erlendur Árnason